Góður krabbaforréttur frá Sigga Gísla matreiðslumeistara.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 583 141 100
Fita 14 504 123 87
Kolvetni 2 34 8 6
Prótein 3 46 11 8
Trefjar 2





Undirbúningur 20 mín
Matreiðsla mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

200 g eldað krabbakjöt án skeljar
4 stk rauðir tómatar, ,,afhýddir“
3 stk eggjarauður
2½ dl olía
2 stk appelsínur
1 stk bréf saxað ferskt kóríander
1 stk grænt zuccini
1 stk paprika, rauð
1 stk sítróna, safinn
½ stk hvítlauksrif
blandað salat, veljið það ferskasta úr borðinu
salt og pipar


Aðferð
1. Setjið eggjarauður og hvítlauk í matvinnsluvél á fullan hraða í u.þ.b. eina mín. Hellið olíunni varlega saman við, fyrst í dropatali og svo í mjórri bunu.
2. Hellið sítrónusafanum varlega saman við og kryddið með salti og pipar.
Þetta kallast hvítlauksmajones.

Grænmeti
1. Afhýðið appelsínurnar og skerið í lauf.
2. Skerið paprikuna í fína bita.
3. Skolið salatið.
4. Skerið tómatana í fína bita.

Samsetning
1. Blandið kóríander, grænmeti og krabbakjötinu saman. Bætið hvítlauksmajonesi saman við eftir smekk, ekki þarf að nota allt majonesið.
2. Raðið salatblöðunum á diskinn og komið salatinu fyrir ofan á þeim.
3. Síðast er apelsínulaufunum raðað í kring og salatið borið fram með Chardonnay hvítvíni.

Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara
Það ætti að vera hægt að fá krabbakjöt í betri stórmörkuðum, allavega frosið. En passið að fara vel í gegnum krabbakjötið því það leynast oft skeljar í því.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href=”http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe