Þessi er tilvalinn sem forréttur eða sem smáréttur á hlaðborðið. Hægt er að setja réttinn saman á ýmsan hátt, eftir því hvaða hráefni er til.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1118 269 100
Fita 22 812 197 73
Kolvetni 16 266 63 23
Prótein 2 40 9 3
Trefjar 0
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Mjög létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
2½ dl Uncle Ben´s hrísgrjón, soðin
1 dl majones
1 dl sýrður rjómi
½ stk blaðlaukur, skorinn fínt
karrí eftir smekk
rækjur
salt og pipar
Aðferð
Blandið saman majonesi og sýrðum rjóma, setjið blaðlaukinn saman við og kryddið. Setjið hrísgrjónin og rækjurnar út í; takið nokkrar rækjur frá til skrauts.
Til skrauts
Skreytið með rækjum.
Framreiðsla
Berið fram í litlum skálum með ristuðu brauði og smjöri.
Hollráð
Setja má smá salatblöð í botninn á skálunum. Gott er að saxa rauða papriku smátt og setja út í, einnig aspars eða harðsoðin egg. Þannig má setja réttinn saman á ýmsan hátt, allt eftir því hvaða hráefni er til.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe