Grænmetið fer með stórt hlutverk í þessum forrétti; kartöflur, gulrætur, brokkólí, gulrófur, sveppir o.fl. kitla bragðlaukana. Rétturinn er borinn fram með salati og blóðbergssósu og mun engan svíkja.
Mynd: Bragi Jósefsson
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 675 161 100
Fita 8 312 76 47
Kolvetni 16 269 63 39
Prótein 5 93 22 14
Trefjar 2
Undirbúningur 40 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 8
500 g kartöflur
450 g smjördeig
250 g gulrætur
200 g brokkólí (spergilkál)
200 g gulrófur
200 g hrísgrjón
200 g mjólkurostur, rifinn
200 g sveppir
4 stk hvítlauksrif, söxuð
2 msk dijon sinnep
2 stk egg
2 stk rauðlaukur
2 msk sojasósa
1 tsk blóðberg (tímían)
1 msk grænmetiskraftur í dufti eða 1 teningur
1 tsk hunang
1 tsk picanta (grænmetissalt)
1 stk rauð paprika
½ tsk estragon
½ tsk hvítur pipar
½ tsk mynta
Sósa
200 g sýrður rjómi, 10%
2 stk hvítlauksrif
2 msk kólesteróllaust majones
1 msk dijon sinnep
1 msk eplasafi
1 tsk picanta
½ tsk blóðberg (tímían)
hvítur pipar á hnífsoddi
Matreiðsla
Afhýðið og saxið rauðlaukinn smátt og steikið þar til hann er orðinn meyr. Bætið sojasósu, grænmetiskrafti og hvítlauk því næst saman við og látið krauma þar til grænmetiskrafturinn eða teningurinn er uppleystur. Setjið til hliðar. Sjóðið hrísgrjónin. Sjóðið einnig kartöflurnar og gulrófurnar. Afhýðið hvort tveggja og setjið í matvinnsluvél ásamt soðnu hrísgrjónunum. Hrærið öllu saman þar til það er orðið að mauki og setjið það í skál. Saxið gulrætur, sveppi og brokkólí í sneiðar og papriku í litla ferhyrninga. Léttsteikið grænmetið þar til sveppirnir hafa brúnast. Blandið lauknum með sojasósunni, grænmetiskraftinum og hvítlauknum síðan saman við kartöflumaukið ásamt steikta grænmetinu. Kryddið með blóðbergi, picanta kryddi, hvítum pipar, estragoni og myntu. Bætið því næst eggjum, sinnepi, osti og hunangi saman við. Hrærið öllu vel saman og setjið í formkökuform og lokið því með álpappír. Sjóðið patéið í vatnsbaði í 160°C heitum ofni í 1 ½ - 2 tíma. Látið patéið kólna í forminu. Losið það síðan úr forminu og pakkið því inn í smjördeigið. Penslið patéið að síðustu með hrærðu eggi og bakið við 200° C í 20-30 mínútur.
Sósa
Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og hrærið þar til það hefur samlagast vel.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe