Þessi skemmtilega uppskrift af djúpsteiktum hrísgrjónakúlum hentar hvort tveggja sem forréttur eða sem meðlæti með aðalrétti.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 723 173 100
Fita 10 375 91 53
Kolvetni 15 258 61 35
Prótein 5 90 21 12
Trefjar 2
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 50 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
100 g ananashringir
100 g maribo ostur
100 g rasp
50 g kókosmjöl
50 g smjör
2½ dl hrísgrjón, Uncle Ben´s
2½ dl vatn
1 stk egg
1 tsk oregano
1 stk paprika, rauð
½ tsk estragon
½ tsk provencal kryddblanda
Matreiðsla
Hitið hrísgrjónin í olíu með kryddi og setjið vatnið yfir. Þegar grjónin eru soðin er vökvinn síaður frá. Setjið grjónin í blandara og bætið osti við, bita fyrir bita. Bætið síðan ananasinum og paprikunni (í bitum) út í. Maukið léttilega og hrærið eggjum rólega saman við (kryddi bætt við ef vill). Kælið maukið í 15 mín. Bræðið smjörið á meðan og blandið saman raspi og kókosmjöli. Mótið kúlurnar (u.þ.b. 2,5 sm í þvermál) milli handa, setjið í smjörið og veltið upp úr rasp- og kókosblöndunni; endurtakið síðan. Kúlurnar eru djúpsteiktar fallega brúnar og stökkar.
Framreiðsla
Berið fram með sterkri súr-sætri eða karrísósu.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe