Tempúradeig er mjög handhægt og einfalt. Það má nota það með nánast hvaða grænmeti sem er, svo lengi sem það er skorið í nægilega þunnar sneiðar eða strimla til að grænmetið nái að mýkjast upp á þeim tíma sem það tekur deigið að verða stökkt.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1409 332 100
Fita 2 76 19 6
Kolvetni 69 1168 275 83
Prótein 10 164 39 12
Trefjar 5





Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni:

200 g hveiti
100 g maísmjöl
blanda af grænmeti (sjá fyrir neðan)
ískallt vatn (kolsýrt)


Aðferð
Setjið allt mjölið í skál. Notið handfangið á skeið, eða kínverskan prjón, til að hræra ískalt vatnið út í mjölblönduna þar til hún er eilítið þykkari en jógúrt. Ekki hræra deigið rækilega slétt því tempúra-deig er þekkt fyrir hveiti kekki.
Dýfið söxuðu eða sneiddu grænmeti (kúrbít, lauk, eggaldinum, gulrótum, sætum kartöflum, belgbaunum, spergilkáli, villtum sveppum, ferskum kryddjurtum, kínversku blaðgrænmeti - nota má hvaða grænmeti sem er en þessar tegundir eru oftast notaðar) ofan í deigið og hristið síðan svo deigið rétt þeki grænmetið.
Djúpsteikið grænmetið í wokpönnu eða djúpsteikingarpotti (það má nota venjulegan pott ef ekkert annað er til - þið hellið bara um 7 sm af hreinni olíu ofan í pottinn) við 200°C þar til deigið verður ljósgullið að lit og stökkt. (Ég er skíthræddur við mikið magn af heitri olíu í eldhúsi, sérstaklega í wokpönnum sem eru tiltölulega óstöðugar - í guðs bænum farið varlega og lítið aldrei af pönnunni.) Snúið grænmetinu reglulega til að tryggja að báðar hliðar verði jafnsteiktar og veiðið það síðan upp úr með sigtispaða og látið olíuna drjúpa af. Leggið grænmetið á eldhúspappír og borðið eins fljótt og hægt er. Ástæðan fyrir því að ég endurtek í sífellu að maður skuli borða tempúragrænmetið strax er sú að þegar heitt grænmetið fer að kólna inni í deiginu sendir það frá sér gufu sem verður til þess að stökka deigið mýkist upp og hættir að vera stökkt.

Athugasemdir matreiðslumeistarans
Gott tempúradeig á að verða brakandi stökkt og er eitt af því sem maður eldar með hraði og borðar svo strax að eldamennsku lokinni. Þennan rétt má borða einan og sér sem forrétt með slatta af grófu salti, sítrónu eða límónubátum og kannski nokkrum ídýfum. Grænmeti í deigi er líka ljómandi fínt meðlæti, sérstaklega með einföldum kjöt- og fiskréttum og salati.

ATH!
Næringarútreikningurinn verður ekki réttur í þessari uppskrift þar sem ekki er tiltekið neitt magn eða sérstakar tegundir af grænmeti.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe