Óvenjulegur réttur og sérlega góður. Þennan verða allir að prófa!

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 208 50 100
Fita 2 67 16 33
Kolvetni 4 73 17 35
Prótein 4 68 16 32
Trefjar 2





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 40 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

920 g eggaldin, stór um 460 g stk

Fylling
150 g skinka, reykt, SS
120 g ostsneiðar um 30 g sneiðin
120 g paprika, lítil, gjarnan gul um 120 g stk.
2 stk tómatar
1 dl hrísgrjón, fljótsoðin, Uncle Ben´s
1 stk laukur
1 tsk graslaukur, saxaður
1 tsk karsi
1 tsk steinselja, söxuð
eggaldinið innan úr hýðinu
grænmetissoð af teningi


Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin í grænmetissoðinu eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Skolið og þerrið eggaldinin og takið burt stöngul og blöð. Skerið þau síðan í tvennt að endilöngu og skafið innan úr hýðinu án þess að það skaddist. Skerið það sem kemur innan úr hýðinu í bita. Setjið tómatana snöggvast í sjóðandi vatn, afhýðið þá og skerið í bita. Saxið laukinn, en ekki mjög smátt. Skerið skinkuna í bita.

Fylling
Blandið fyllinguna í skál, en geymið ostinn. Setjið fyllinguna í eggaldinhýðin og bakið þau í 200°C heitum ofni í 15-20 mínútur. Raðið þá ostasneiðunum ofan á og bakið áfram þar til osturinn er bráðnaður.


<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe