Ljúffengur forréttur sem rennur ljúflega með góðu víni, rauðu eða hvítu. Þitt er valið.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 341 81 100
Fita 2 89 22 27
Kolvetni 13 217 51 63
Prótein 2 35 8 10
Trefjar 2





Undirbúningur 25 mín
Matreiðsla 40 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 6


Paprikur og fylling
6¼ dl eggaldin, skrælt og skorið í litla teninga
6 stk paprikur, hreinsaðar að innan
5 dl soðin hrísgrjón
5 dl tómatmaukssósa
2½ dl rauð paprika, skorin í litla teninga
2½ dl rauðlaukur, saxaður
2½ dl sveppir, saxaðir
2½ dl zucchini, saxað
2 msk ólífuolía
1¼ dl rjómi
1 tsk pressaður hvítlaukur
1 tsk saxað timían

Tómatmaukssósa
1 l tómatar, niðursoðnir
4 msk ferskt basil, saxað
2 ½ tsk pressaður hvítlaukur
2 stk lárviðarlauf
2 msk smjör
1¼ dl saxaður laukur
¼ tsk þurrkað oregano
örlítill sykur


Tómatmaukssósa
1. Bræðið smjör á meðal háum hita.
2. Svitið lauk og hvítlauk.
3. Blandið öllu hinu saman við og lækkið hitann
4. Látið malla í u.þ.b. 20 mín og hrærið í annað kastið.
5. Fjarlægið lárviðarlauf.

Paprikur og fylling
1. Hitið ofninn í 160°C.
2. Hitið olíu á pönnu á meðal háum hita.
3. Setjið eggaldinið á pönnuna þegar olían er orðin heit og hrærið í annað kastið, þar til eggaldinið er orðið mjúkt. Maukið eggaldinið.
4. Bætið rauðu paprikunni, rauðlauk, sveppum, zucchini(kúrbítur), hvítlauk og timían út á pönnuna.
5. Eldið í u.þ.b. 5-10 mín.
6. Blandið rjóma og hrísgrjónum saman við.
7. Skiptið fyllingunni í tómu paprikurnar.
8. Setjið paprikur í bökunnarform eða skúffu og setjið tómatsósu (sjá uppskrift að ofan) ofan á.
9. Bakið í 30 mín við 130 °C eða þar til þær hafa hitnað í gegn .

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe