Bragðgott og svolítið öðruvísi salat en maður á að venjast. Salatið er borið fram með frönsku baguetti sem forréttur.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 707 171 100
Fita 16 582 142 83
Kolvetni 3 53 12 7
Prótein 4 72 17 10
Trefjar 3





Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

300 g vætukarsi
75 g valhnetur
50 g parmesan ostur (meira eða minna eftir smekk)
4 msk ólífuolía
2 stk rauðar perur
1 stk sítróna, safi
salt og pipar


Aðferð
1. Skerið stilkana af vætukarsanum. Skerið perurnar í fernt og fjarlægið kjarnann. Skerið þrjá fjórðu bitana í tvennt.
2. Rífið einn þriðja perubitana saman við salatið, bætið valhnetunum út í, saltið og piprið.
3. Hellið ólífuolíu og sítrónusafa yfir og blandið öllu vel saman.
4. Leggið vætukarsann á fat og dreifið hnetum og perum ofan á. Spænið parmesan ofan á með kartöfluflysjara og berið fram með frönsku baguetti.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe