Léttur og skemmtilegur austurlenskur forréttur sem auðvelt er að búa til. Hentar vel við öll tækifæri og er hollur og góður forréttur. Hann má einnig bera fram sem aðalrétt, þá með steiktri grísalund, kryddaðri með svörtum pipar og hvítlauksdufti.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 525 126 100
Fita 7 245 60 48
Kolvetni 12 207 49 39
Prótein 4 73 17 14
Trefjar 1
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 40 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
300 g villihrísgrjón
200 g grísasneiðar
50 g baunaspírur
50 g sveppir
50 g vorlaukur
4 stk paprika, rauð, meðal stórar
2 msk hunang
2 msk ólífuolía
2 tsk rósmarín, McCormick
1 tsk salt
Undirbúningur
Saxið niður sveppina og vorlaukinn.
Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Skolið paprikuna og þerrið; skerið af henni lok og hreinsið innan úr henni fræ og himnur. Skerið kjötið í ræmur og saltið það. Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötræmurnar ásamt sveppum og vorlauk í um 3 mínútur. Kryddið með rósmaríni og bætið við baunaspírum, hunangi og villihrísgrjónum. Blandið vel. Fyllið paprikurnar með þessu og bakið þær í 150°C heitum ofni í 10 mínútur.
Framreiðsla
Með þessum rétti er gott að hafa nýtt jöklasalat og sýrðan rjóma. Hann má einnig bera fram sem aðalrétt, þá með steiktri grísalund, kryddaðri með svörtum pipar og hvítlauksdufti.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe