Einfaldur og skemmtilegur forréttur þar sem ferskleiki paprikunnar nær að njóta sín. Hentar hvenær sem er dagsins!

Mynd: Kristjón Haraldsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 492 119 100
Fita 10 358 87 73
Kolvetni 3 54 13 11
Prótein 5 81 19 16
Trefjar 2





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

200 g lambahakk
4 stk paprikur, stórar
2 stk laukur
2 msk salatolía
2 stk tómatar
1 stk egg
1 tsk salvía
½ stk Camembert ostur
salt og pipar


Matreiðsla
Saxið laukinn og tómatana smátt, setjið í skál og hrærið saman við kjötið ásamt eggi, olíu og kryddi. Skerið toppinn af paprikunum og hreinsið innan úr þeim, fyllið þær svo með farsinu og bakið í ofni eða í lokuðu grilli í 35-45 mínútur.

Hollráð
Vefjið álpappír utan um paprikurnar ef glóðarsteikt er á opnu grilli.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe