Þessi sveppaforréttur slær alltaf í gegn, alls staðar og áhugafólk um mat getur ekki látið þetta lostæti framhjá sér fara! Mjög gott er að hafa franskt, langt brauð með réttinum. Hann er einnig hægt að bera fram sem léttan aðalrétt en þá er a.m.k. 200 g af sveppum bætt við.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 428 103 100
Fita 9 327 80 77
Kolvetni 4 60 14 14
Prótein 2 41 10 9
Trefjar 1
Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 6
400 g ferskir villisveppir
100 g sýrður rjómi
50 g smjör
2 stk hvítlauksrif, söxuð
2 tsk saxað, ferskt blóðberg (tímían, fæst í stórmörkuðum)
2 msk söxuð, fersk steinselja
rifinn börkur af einni sítrónu
salt og pipar eftir smekk
Matreiðsla
Bræðið smjörið á pönnu. Saxið hvítlaukinn og blóðbergið og rífið sítrónubörkinn. Bætið því út í smjörið og steikið þar til yndisleg lykt berst upp í vitin frá pönnunni (20-30 sek.) Skerið stærri sveppina niður en leyfið minni sveppum að vera heilum. Bætið sveppunum út í og steikið við háan hita í 1 mínútu. Lækkið hitann í lægstu stillingu, setjið lok á pönnuna og látið malla í 1 mínútu til viðbótar eða þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir. Bætið að síðustu sýrða rjómanum saman við og hitið að suðu. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið hæfilega mikið af réttinum á 6 litla diska (miðað við 6) og dreifið steinseljunni yfir. Berið fram strax.
Hollráð
Ef ykkur finnst sósan verða of þykk er í lagi að setja svolitla mjólk saman við til að þynna hana. Mjög gott er að hafa franskt, langt brauð með réttinum. Réttinn er einnig hægt að bera fram sem léttan aðalrétt en þá er a.m.k. 200 g af sveppum bætt við.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe