Ljúffengt villisveppamousse sem borið er fram með salati, ristuðu brauði og valhnetusósu. Athugið að moussið þarf að kæla í ísskáp í minnst 4 klst.

Mynd: Gísli Egill Hrafnsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1741 419 100
Fita 22 803 195 47
Kolvetni 3 43 10 2
Prótein 2 34 8 2
Alkóhól 861 206 49
Trefjar 0





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

700 g blandaðir villisveppir skornir í bita
700 g kjúklingasoð eða vatn og Oscars kjúklingakraftur eftir smekk
50 g smjör
12 stk matarlímsblöð, sett í kalt vatn í 5 mín.
2 dl dökkt púrtvín
2 stk hvítlauksrif, fínt söxuð
2 msk sveppaduft
1 l þeyttur rjómi
salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Valhnetusósa
2 msk fínt saxaðar valhnetur
2 dl ólífuolía
1 tsk dijon sinnep
1 msk edik
1 tsk hunang


Matreiðsla
Steikið sveppina í smjöri í potti í u.þ.b. 1 mínútu. Bætið þá kjúklingasoðinu, sveppaduftinu, hvítlauknum og púrtvíninu í pottinn og sjóðið í 3-4 mín. Sigtið sveppina frá soðinu og maukið þá vel. Blandið saman soðinu, sveppunum og matarlíminu og kælið að stofuhita. Blandið rjómanum þá varlegar saman við maukið og kryddið með salti og pipar og látið í viðeigandi form. Kælið í ísskáp í minnst 4 klst. Berið réttinn fram með salati, ristuðu brauði og valhnetusósu.

Valhnetusósa
Maukið allt hráefnið í matvinnsluvél.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe