Þetta er fljótlegur og einstaklega góður forréttur. Hann er einnig tilvalinn réttur á grænmetishlaðborðið.

Mynd: Gísli Egill Hrafnsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 483 116 100
Fita 9 327 79 68
Kolvetni 4 60 14 12
Prótein 6 96 22 19
Trefjar 2





Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 6

30 stk ferskur aspars
1 tsk jurtasalt (picanta)
1 stk sítróna
1 stk sólþurrkaðir tómatar í olíu í dós
¼ tsk hvítur pipar
vatn til að sjóða asparsinn í

Sósa
200 g rjómaostur
1 tsk picanta (grænmetissalt)
½ stk camembert ostur
½ tsk estragon
½ dl léttmjólk
¼ tsk hvítur pipar
safi úr 1/2 sítrónu (miðað við f. 6)


Aðferð
Takið ysta lag asparsins utan af stönglinum. Látið suðuna koma upp á vatninu og sjóðið asparsinn í 3-4 mínútur. Takið asparsinn upp úr með spaða, látið hann í eldfast mót og hellið sítrónusafa yfir. Stráið kryddinu yfir og bakið í ofni í 5 mín.

Sósa
Hrærið saman rjómaosti og camembert osti. Bætið sítrónusafa og mjólk saman við. Kryddið og hrærið þar til sósan er laus við kekki. Best er að nota matvinnsluvél.

Framreiðsla
Setið 5 stk. af aspars á forréttardisk. Raðið sólþurrkuðum tómötum fallega á diskinn og berið fram með sósunni og ristuðu brauði.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe