,,Ég er sammála því sem sagt er að góð leið til að dæma veitingahús sé eftir salötunum sem þau bjóða upp á.“ (Siggi Gísla) Þetta salat geta allir borið fram með stolti.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 557 135 100
Fita 14 508 124 92
Kolvetni 2 39 9 7
Prótein 1 9 2 2
Trefjar 1





Undirbúningur 35 mín
Matreiðsla 35 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4


Avókadó
2 stk avókadó
1 stk kóríander búnt
1 stk lime
salt og svartur pipar

Ætiþistlar
20 stk kóríanderfræ
4 stk ætiþistlar
0.0 greinar timian
2 stk lime
1 dl ólífuolía
1 l vatn
salt og pipar

Brauðstangir
100 g smjör
½ stk snittubrauð

Paprikur
8 stk basil lauf (má sleppa)
4 stk paprika, allir litir
1 dl ólífuolía
½ dl Balsamic edik


Ætiþistlar
1. Hreinsið ætiþistlana. Allt þetta græna er skorið frá (sem er dálítil vinna) og hjartað líka (þetta loðna fyrir miðju).
2. Nuddið þá með lime (þannig að þeir verði ekki brúnir).
3. Blandið öllu hráefninu saman í pott og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 25 mín eða þar til ætiþistlarnir verða mjúkir.
4. Léttkryddið þá með salti og pipar.
5. Látið kólna og skerið í hæfilega bita.

Paprikur
1. Hitið ofninn í 200°C og setjið paprikur á grind eða í skúffu í ofninn í u.þ.b. 10 mín.
2. Blandið saman ólífuolíu, ediki og basil saman (,,maríneringarlögur”).
3. Takið paprikurnar úr ofninum, vefjið inn í plastfilmu og látið standa í 5-10 mín. Afhýðið.
4. Skerið paprikurnar í strimla og leggið í maríneringu í 10 mín. Takið paprikuna úr leginum og setjið í salatið.

Avókadó
1. Afhýðið Avókadó og skerið niður. Kreistið lime safa yfir.
2. Saxið koríander og stráið yfir ásamt salti og pipar.
3. Blandið saman avókadó, paprikustrimlum og ætiþistlum.

Brauðstangir
1. Skerið snittubrauðið í 1/2 sm breiðar og 5-10 sm langar brauðstangir.
2. Hellið bræddu smjöri yfir og bakið í ofni við 130°C í 10 mín, eða þar til þær verða stökkar.

Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara


Ætiþistlana er óhætt að elda fyrr um daginn og hafa tilbúna.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe