Stundum kallað kavíar fátæka mannsins, en er í raun ekkert líkt kavíar. Himneskt ofan á ristað brauð.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 215 52 100
Fita 4 141 34 67
Kolvetni 3 53 13 24
Prótein 1 20 5 9
Trefjar 3





Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 60 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 12

5 msk ólífuolía
4 stk stór eggaldin
2 tsk cumin (ekki kúmen)
1 stk búnt ferskt kóríander
1 stk hvítlauksrif
1 stk sítróna, safinn (meira eða minna - smakka til)
salt og nýmalaður svartur pipar


Aðferð
1. Bakið eggaldin við 250°C í 60 mín. Skerið ofan í þau og skafið mjúkt kjötið úr.
2. Púðrið cumin í mortéli, bætið hvítlauk saman við og maukið. Hrærið þessu saman við eggaldinmaukið.
3. Hrærið ólífuolíunni saman við. Saltið og piprið.
4. Kreistið sítrónu saman við, smakkið til.
5. Bætið grófsöxuðu kóríander saman við.

Framreiðsla
Maukið er mjög gott ofan á ristaða brauðþríhyrninga.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe