Einstaklega gott salat sem er bæði hægt að nota sem meðlæti með aðalrétti eða sem forrétt með góðu brauði.

Mynd: Hreinn Hreinsson

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 425 102 100
Fita 6 239 58 57
Kolvetni 8 128 30 30
Prótein 3 57 13 13
Trefjar 0





Undirbúningur 25 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Mjög létt





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

50 g smjör
20 stk tígrisrækjur
1 stk hvítlauksgeiri, fínt rifinn
5 dl appelsínusafi
bindisalat
brauðteningar ristaðir í smjöri
hundasúrur
lambhagasalat
lollo rosso salat
ólífuolía
rauðlaufssalat
salt


Aðferð
Skolið salat og rífið niður í skál. Hitið pönnu vel með smá olífuolíu, snöggsteikið rækjur og kryddið með salti. Takið rækjurnar af pönnunni og hellið appelsínusafa á pönnuna. Sjóðið hann niður ásamt hvítlauk þar til u.þ.b. einn bolli er eftir. Setjið þá rækjurnar út í ásamt smjörklípu. Blandið þá rækjum og appelsínudressingu saman við salat. Stráið brauðteningum yfir og berið salatið strax fram.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe