Skemmtilegur forréttur sem minnir á sumarið. Melónan er einfaldlega skorin í 1-2 sm þykkar sneiðar, kjarnhreinsuð og síðan fyllt með tað- eða birkireyktum Úteyjarsilungi. Rétturinn er svo borinn fram með kaldri sinnepssósu.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 607 146 100
Fita 11 392 95 65
Kolvetni 3 59 14 9
Prótein 9 156 37 25
Trefjar 0





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 5 mín
Einfaldleiki Mjög létt





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

300 g taðreyktur silungur
1 stk Galía melóna eða cantaloupe

Sósa
400 g sýrður rjómi, 10%
2 tsk sætt, franskt sinnep (dijon)
1 tsk sítrónusafi
1 tsk sykur
½ tsk aromat krydd


Matreiðsla
Skerið melónuna í 1-2 sm þykkar sneiðar og kjarnhreinsið síðan hverja sneið. Kjarnaopið er síðan fyllt með tað- eða birkireyktum Úteyjarsilungi.

Sósa
Hrærið öllu vel saman og berið sósuna fram vel kalda með forréttinum
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe