Himneskur forréttur. Ferskur og ljúffengur. Ávaxtasalsan passar einkar vel með smjörsteiktum rækjunum. Best er að leyfa sölsunni að standa í kæli í 1 klst. fyrir framreiðslu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 622 150 100
Fita 12 428 104 70
Kolvetni 8 141 33 22
Prótein 3 52 12 8
Trefjar 1
Undirbúningur 20 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
Karabísk ávaxtasalsa
3 msk saxað kóríander
3 msk sítrónusafi
2½ dl saxað mangó
1¾ dl papayja
1¾ dl saxað avókadó
1¾ dl saxaður rauðlaukur
Rækjur
100 g smjör
20 stk risa Tígris rækjur
salt og pipar
Rækjur
1. Takið rækjurnar úr skelinni og fjarlægið görnina.
2. Steikið rækjurnar á pönnu við meðalhita í u.þ.b. 10 mín.
3. Setjið rækjurnar á disk eða í skál með karabískri ávaxtasölsu.
Karabísk ávaxtasalsa
Blandið öllu saman í skál og kælið í eina klst.
Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara
Hentar mjög vel með gæða Chardonnay hvítvíni, sól og sumar yl.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe