Góður forréttur sem gaman er að bjóða upp á í veislunni!

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 665 160 100
Fita 11 414 101 63
Kolvetni 6 96 23 14
Prótein 9 155 37 23
Trefjar 0





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 40 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 8

200 g sýrður rjómi
150 g hrísgrjón, léttsoðin
150 g smjörsteiktur, skeldreginn humar
150 g ýsa, soðin
7 stk matarlím, blöð
4 stk eggjahvítur
2 dl þeyttur rjómi
1 ½ tsk salt
¼ tsk ljós pipar


Matreiðsla
Leggið matalímið í bleyti í kalt vatn. Maukið ýsuna í blandara ásamt salti, pipar og eggjahvítum. Leysið matarlímið upp í vatnsbaði. Bætið því út í ásamt rjómanum, söxuðum, léttsteiktum humar og hrísgrjónum. Setjið deigið í mót, annað hvort í mörg lítil eða þá eitt stórt. Kælið í ísskáp. Áður en rétturinn er borinn fram, þá eru mótin eða mótið sett í heitt vatnsbað örskamma stund. Setjið á litla kælda diska og skreytt með dilli og sítrónu.

Hollráð
Sem aðalréttur þá er sjávarréttakakan gjarnan borin fram með brauði, salati og hvítvínssósu.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe