Þeir sem kunna að meta saltfisk ættu að prófa þennan. Einstaklega vel heppnaður réttur fyrir sælkera.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 797 190 100
Fita 9 349 85 45
Kolvetni 14 235 55 29
Prótein 13 213 50 26
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 40 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

500 g saltfiskur, hreinsaður, soðinn
250 g hrísgrjón, Uncle Ben´s
200 g ostur, mozzarella, rifinn
2½ dl rjómi
1 stk laukur, stór, saxaður
1 msk ólífuolía
1 stk paprika, lítil græn
½ stk tómatar, niðursoðnir, dós
pipar, svartur úr kvörn, McCormick


Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningunum á pakkanum og kælið þau dálítið. Mýkið lauk og papriku í olíunni á pönnu, en látið það ekki brúnast. Bætið tómötunum við og blandið öllu vel saman. Smyrjið eldfast mót og setjið helming hrísgrjónanna í botninn. Hellið grænmetinu ofan á og stráið á það pipar. Setjið saltfiskinn ofan á og loks það sem eftir er af hrísgrjónum efst í mótið. Hellið rjómanum út á og bakið réttinn í 180°C heitum ofni í 10 mínútur. Stráið þá ostinum ofan á og bakið áfram þar til hann er gulbrúnn.

Framreiðsla
Berið réttinn fram með brauði og smjöri eða með heitu hvítlauksbrauði
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe