Þessi réttur tekur langan tíma að verða til og er töluverð handavinna í kringum hann. Maríneraður silungurinn er herramannsmatur og er hann fyrirhafnarinnar virði.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1609 391 100
Fita 41 1514 368 94
Kolvetni 1 19 4 1
Prótein 5 77 18 5
Trefjar 1





Undirbúningur mín
Matreiðsla mín
Einfaldleiki Erfitt





Hráefni: Fyrir hve marga: 4


Aðferð
450 g silungur, roð og fituhreinsaður
115 g sjávarsalt
8 stk ferskur aspars
½ stk gúrka
nýmulinn svartur pipar

Ansjósu majónes
2 dl ólífuolía
5 stk ansjósuflök í olíu, skorin í bita
5 stk fersk basillauf (gróft söxuð)
2 stk eggjarauður
1 tsk Dijon sinnep
1 msk heitt vatn
1 msk hvítvínsedik
salt og pipar

Gazpacho dressing
400 g cherry tómatar
1 dl ólífuolía
1 stk hvítlauksrif, saxað
1 msk hvítvínsedik
½ tsk salt
½ stk sítróna, kreist
½ tsk sykur

Marinering
5 dl ólífuolía
1 stk hvítlauksrif, skorið í tvennt
½ stk lime, safi
handfylli saxaðar kryddjurtir eins og basil, estragon og koriander


Aðferð
1. Hyljð báðar hliðarnar á silungaflökunum með saltinu. Setjið í ísskáp í einn og hálfan tíma.
2. Hreinsið saltið af, látið leka vel af fisknum, þerrið létt og setjið í skál.
3. Blandið saman öllu hráefninu sem á að fara í marineringuna í sér skál eða könnu og hellið yfir fiskinn.
4. Látið liggja í ísskáp yfir nótt.

Næsta dag:
1. Sjóðið asparsinn í söltu vatni. Hann á að létt sjóða, hann á ekki að verða alveg mjúkur. Skolið með köldu vatni. Skerið í 5 mm bita og geymið til hliðar.
2. Skerið agúrku í bita jafn stóra og aspasinn.
3. Takið Silunginn úr marineringu og skerið í bita á stærð við aspasinn og agúrkuna og blandið saman silung, aspas og agúrku.
4. Blandið ansjósu majónesi saman við.
5. Kreistið 1/2 lime yfir.
6. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar.

Ansjósu majónes
1. Setjið allt hráefnið nema ólífu olíu og heita vatnið í mulinex og hrærið saman.
2. Látið dropa og dropa af olíunni drjúpa á meðan múlinex vélin er að hræra (svo hún skilji ekki)
3. Kryddið með salti og pipar
4. SÉ þetta of þykkt blandið þá vatninu rólega saman við.

Gazpaco dressing
1. Setjið tómatana stuttlega í sjóðandi vatn og svo yfir í kalt vatn. Fjarlægið þá skinnið af þeim , fjarlægið steinana og saxið þá gróft.
2. Sama aðferð og notuð var við gerð majónesins það er: setjið tómatkjötið ásamt öllu hráefninu nema ólífu olíunni í mixerinn og þegar allt er blandað er olían sett út í dropa og dropa í einu, eins og gert var áður.
3. Þetta er svo sigtað í gengum fínt sigti og geymt í kæli í ca. 3 tíma

Samsetning
1. Formið tartarinn í 4 hringlaga form og setjið í súpudiska.
2. Skerið agúrkuna í þunnar sneiðar og raðið ofan á tartarinn.
3. Setjið 1-2 matsk. af gazpacho dressingunni í kringum tartarinn.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe