Ljúffengt laxa-terrine með hunangs-sinnepssósu. Blandið laxinum saman við rjómaost, tabascosósu, basilikum og kavíar. Kælið í formi og berið fram í sneiðum með hunangs-sinnepssósu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 943 227 100
Fita 17 632 154 68
Kolvetni 4 75 18 8
Prótein 14 237 56 25
Trefjar 0
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 45 mín
Einfaldleiki Mjög erfitt
Hráefni: Fyrir hve marga: 25
250 g smjör
4 msk kavíar, úr laxahrognum
4 msk sítrónusafi
2½ dl heitt kjúklingasoð
2½ kg lax, reyktur
2 msk matarlím
1¼ dl tómatþykkni
1 msk basilikum, smátt skorið, þurrkað
1 kg rjómaostur
ólífuolía, nokkrir dropar
tabascosósa, eftir smekk
Sósa
1¼ dl dijon sinnep
1¼ dl hunang
2½ dl majones
2½ dl sýrður rjómi
Matreiðsla
Blandið saman í matvinnsluvél smjöri, rjómaosti og 1/2 kg. af laxi (miðað við 25). Leysið matarlímið upp í kjúklingasoðinu, kælið og blandið saman við rjómaostablönduna, ásamt sítrónusafanum, þar til það er orðið mjúkt. Blandið rólega ólífuolíu, tabascosósu, basilikum og kavíar saman við. Setjið plastfilmu í formið og setjið þunnar sneiðar af laxi í botninn, síðan ostablönduna og svo til skiptist. Frystið. Skerið laxa-terrine hálffrosið í 25 sneiðar þannig að lögin sjáist.
Sósa
Blandið saman majónesi, sýrðum rjóma, hunangi og dijon sinnepi.
Hollráð
Ef formið undir laxa-terrine er 7cm * 7cm og ca. 25 -30 sm langt, fást 25-30 1sm sneiðar.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe