Ljúffengur laxaréttur með smjörsósu og nýrri fenniku.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1302 313 100
Fita 13 497 121 39
Kolvetni 5 77 18 6
Prótein 9 154 36 12
Alkóhól 574 137 44
Trefjar 1
Undirbúningur 10 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
750 g lax
400 g kartöflur, smáar
8 stk maís, dvergmaís stönglar
4 stk spergilkál, klasar
1 stk gulrætur
Sósa
100 g smjör, kalt
2½ dl rjómi
2 dl hvítvín
1¼ dl fennika, ný
1 stk laukur
1 ½ tsk ólífuolía
pipar, hvítur úr kvörn
salt
Undirbúningur
Saxið niður laukinn og fennikuna.
Sósa
Hitið olíu og mýkið fenniku og lauk í smjörsósuna. Bætið við hvítvíni og sjóðið þar til það er að mestu gufað upp. Hellið þá rjómanum út í og sjóðið þar til sósan fer að þykkna. Kryddið með salti og pipar. Bætið sósuna með smjöri rétt áður en á að bera hana fram. Takið sósuna af hitanum og hrærið kalt smjörið saman við hana smátt og smátt. Látið sósuna ekki sjóða eftir þetta.
Matreiðsla
Skafið hreistrið af laxinum. Flakið hann og takið burt beinin. Skerið flökin langsum í 5 cm breiðar ræmur. Kryddið þær með salti og pipar og leggið þær í smurð kringlótt mót, í hring út við barmana. Setjið mótin í djúpa pönnu með sjóðandi vatni og gufusjóðið fiskinn í 2 mínútur. Takið pönnuna af hitanum og látið hana bíða í 5-6 mínútur. Leggið soðið grænmeti og smjörsteiktar kartöflur í miðjuna á mótinu og berið réttinn fram með sósunni.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe