Forréttur sem er fallegur á veisludiskinn. Lúðuflakið er skreytt með humarfrauði, aspas og gulrótum. Að lokum er það borið fram með kryddjurtasósu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1962 470 100
Fita 9 344 84 18
Kolvetni 1 9 2 0
Prótein 10 173 41 9
Alkóhól 1436 344 73
Trefjar 0
Undirbúningur 20 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Mjög erfitt
Hráefni: Fyrir hve marga: 25
3½ kg lúða
aspas, grænn
gulrætur
Humarfrauð
200 g humar
200 g rjómi
100 g lúða
1 stk egg
pipar
salt
Kryddjurtasósa
250 g kalt smjör
2½ l fiskisósa
1 stk laukur
5 dl hvítvín
5 dl rjómi
grænar kryddjurtir
sítrónusafi
Matreiðsla
Steikið lúðuna (miðað er við 140 g á mann). Leggið flakið á disk og sprautið humarfrauðinu eftir endalangri miðju flaksins. Leggið tvo asparsa við endann á flakinu en raðið gulrótarsneiðum við hinn endann. Leggið rækju ofan á humarfrauðið.
Humarfrauð
Blandið saman humri, lúðu, rjóma og eggi. Kryddið með salt og pipar. Miðað er við að 18-20 g. af humarfrauði á hvert flak.
Kryddjurtasósa
Blandið saman í matvinnsluvél fiskisósu, rjóma, hvítvíni og söxuðum lauk. Setjið því næst sítrónusafa í blönduna og grænar kryddjurtir. Hrærið að lokum smjörinu út í.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe