Ítalskur forréttur úr villtum íslenskum laxi.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1304 315 100
Fita 28 1026 250 79
Kolvetni 0 0 0 0
Prótein 16 277 65 21
Trefjar 0





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

400 g nýr lax, helst villtur
1 dl góð ólífuolía
1 stk sítrónusafi, úr heilli sítrónu
graslaukur, lítið knippi
pipar, svartur úr kvörn
salt úr kvörn


Matreiðsla
Skerið laxinn í örþunnnar sneiðar. Berjið þær jafnvel undir plastþynnu til að gera þær nógu þunnar. Raðið sneiðunum á disk, fjórum saman eða sex, þannig að þær myndi fiðrildavængi. Berið ólífuolíu á sneiðarnar og stráið á þær salti og pipar. Dreypið nýkreistum sítrónusafa á laxinn rétt áður en hann er borinn fram og stráið ögn af söxuðum graslauk ofan á. Notið graslauksstrá í þreifara á fiðrildin.

Hollráð
Hér skiptir miklu máli að nota góða olíu.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe