Hér er frábær forréttur sem vert er að prófa. Það er hægt að fá “Grape Seed Oil” í Heilsuhúsinu, en ástæðan fyrir því að hún er notuð hér er sú að þessi olía er sú bragðminnsta sem hægt er að fá.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1397 338 100
Fita 33 1211 294 87
Kolvetni 3 44 10 3
Prótein 8 143 34 10
Trefjar 1
Undirbúningur 35 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni:
Avocado
2½ stk avokado
2 ½ tsk graslaukur, niðurrifinn
7 ½ tsk tómatteningar (kjötið utan af tómat skorið í teninga)
limesafi
salt og pipar
Laxa Tartar
500 g lax, fínt saxaður
10 msk sítrónuolía (sjá uppskrift að sítrónuolíu hér f. neðan)
3 msk tómatteningar (kjötið utan af tómat skorið í teninga)
7 ½ tsk harðsoðin eggjahvíta, smátt skorin
7 ½ tsk niðurrifinn graslaukur
7 ½ tsk shallottulaukur, fínt saxaður
2 msk harðsoðin eggjarauða, tekin í gegnum sigti
hvítur pipar
salt og pipar
Sítrónuolía
1¾ dl ólífuolía
8 msk sítrónusafi
5 msk Grape Seed Oil
börkur af 3 sítrónum
salt
Sítrónuolía
Setjið allt í matvinnsluvél og múlið í 1 og 1/2 mínútu. Setjið djúsinn síðan í vel innsiglað ílát og látið standa í 2-3 daga í kæli. Látið síðan ná stofuhita og sigtið í gegnum síudúk.
Laxa Tartar
Blandið laxinum saman við 2,5 msk af sítrónuolíu (miðað við f. 4), helminginn af graslauknum, shallottulaukinn, eggjahvítu og eggjarauðu. Kryddið með salti og pipar. Kælið.
null
Maukið avocado með trésleif þar til það er orðið mjúkt. Blandið síðan afganginum af hráefninu saman við maukið.
Hollráð Sigga Gísla matreiðslumeistara
Það er hægt að fá “Grape Seed Oil” í Heilsuhúsinu, en ástæðan fyrir því að hún er notuð hér er sú að þessi olía er sú bragðminnsta sem hægt er að fá.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe