Frábær nýjung í túnfiskneyslu Íslendinga. Ferskt og framandi og slær í gegn.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 973 231 100
Fita 7 271 66 29
Kolvetni 27 465 109 47
Prótein 14 237 56 24
Trefjar 1
Undirbúningur 30 mín
Matreiðsla 20 mín
Einfaldleiki Mjög létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
400 g ferskur túnfiskur
250 g Rice núðlur (1/2 pk.)
50 g smjör
4 msk hunang
4 stk Romaine salatblöð
2 msk sesamfræ
2 msk sojasósa
1 msk fínt saxað engifer
1 stk gulrót
djúpsteikingarolía
Aðferð
1. Saxið Romaine salatið og skerið gulrótina í ræmur.
2. Hálffyllið pönnu með djúpsteikingarolíu og hitið hana við háan hita.
3. Athugið hitastig olíunnar með þvi að setja örlítið af Rice núðlum út í. Poppi þær upp og blásist út er olían nægilega heit til að steikja afganginn af núðlunum. Leggið þær á eldhúsbréf til að umfram olían nái að renna af.
4. Blandið hunangi, soya og engiferi saman.
5. Skerið túnfiskinn í hæfilega stóra bita.
6. Steikið hann við háan hita í 1 mín., ath. að fiskurinn á að vera hrár inní.
7. Setjið sesamfræin út á ásamt smjörinu og engifer blöndunni.
8. Túnfisknum er blandað saman við salatið ásamt sesamblöndunni.
9. Núðlurnar eru settar ofaná salatið.
Siggi Gísla mælir með víninu…..
Sake hrísgrjónavín passar einstaklega vel með lítið steiktum túnfiskinum og soya sósunni.
Hráefnið fæst…
Nýkaup hefur ferskan túnfisk til sölu og hægt er að fá hann frosinn í Fiskbúðinni Vör.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe