Léttur og góður réttur eftir stórhátíðarnar, eða um hátíðarnar.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1163 280 100
Fita 18 676 164 59
Kolvetni 3 45 11 4
Prótein 9 155 37 13
Alkóhól 287 69 25
Trefjar 1





Undirbúningur 60 mín
Matreiðsla 18 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

600 g lax, roðflettur og beinlaus
eggjarauða, hrærð út í örlítilli mjólk
hunang
salt og pipar
sætt sinnep
smjördeig (keypt tilbúið)
(koníak)

Rauðvínssósa
200 g smjör (við stofuhita)
1 dl rauðvín
4 stk skalotlaukar
1¼ dl rjómi
salt og pipar


Aðferð
1. Smyrjið laxinn með hunangi og sinnepi og kryddið hann með salti og pipar. Einnig má hella yfir hann smá koníaki ef vill. Þetta er látið marínerast í kæliskáp í tvær klst.
2. Skerið fiskinn í fjórar hæfilega stórar sneiðar(bita).
3. Skafið mestan kryddlöginn af fiskinum og pakkið honum inn í smjördeigið (einn böggull á mann). Pennslið bögglana með eggjahrærunni og bakið við 180°C þar til þeir eru gullin brúnir. Forðist að opna ofninn á meðan bakstri stendur.

Rauðvínssósa
1. Steikið laukinn við vægan hita.
2. Hellið rauðvíninu yfir og látið sjóða niður.
3. Bætið rjómanum út í og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar.
4. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu út í rétt áður en laxinn er borinn fram.

<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe