Að laga humarsúpu frá grunni er skemmtilegt og útkoman verður ljúfari en orð fá lýst. Suðutíminn er langur, en vel þess virði því soðið verður svo gott. Þessi himneska súpa kemur úr matreiðsluklúbbnum.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 411 99 100
Fita 9 342 83 84
Kolvetni 1 24 6 6
Prótein 3 45 11 11
Trefjar 0
Undirbúningur 600 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 6
500 g humar í skel
3 stk fiskiteningar
3 stk meðalstórar gulrætur
2 stk hvítlauksrif
2 l vatn
1 stk laukur
1 stk paprika, græn
1 l rjómi (má líka nota matreiðslurjóma)
ljós sósuþykkir
smjör til að steikja skeljarnar
Aðferð
1. Skelflettið og hreinsið humarinn.
2. Brúnið skelina í potti ásamt hvítlauknum við vægan hita.
3. Bætið vatni, gróft skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10 tíma.
4. Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í.
5. Þykkið soðið með ljósum sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við.
6. 15 mín áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í. Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna í gegn.
Framreiðsla
Berið þessa ljúffengu súpu fram með hvítlauksbrauði sem fengið hefur að hitna í ofni á meðan humarinn verður til.
Hollráð
Hægt er að útbúa soðið með nokkrum fyrirvara og geyma í frysti.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe