Mjög gott silungapaté sem er borið fram með bragðmikilli, kaldri piparrótarsósu og hverabrauði. Athugið að kæla patéið í ísskáp áður en það er skorið í sneiðar.

Mynd: Bragi Þ. Jósefsson.

Hagnýtar upplýsingar:


Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1041 251 100
Fita 16 601 146 58
Kolvetni 3 56 13 5
Prótein 12 199 47 19
Alkóhól 186 44 18
Trefjar 1





Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 15 mín
Einfaldleiki Meðal





Hráefni: Fyrir hve marga: 4

300 g heitreyktur Úteyjarsilungur (fæst í öllum stórmörkuðum)
100 g heslihnetuflögur
50 g rjómaostur
4 tsk þurrt sérrí (t.d. Tio Pepe)
2 tsk Kikkoman sojasósa
1 stk lítil rauð paprika, söxuð smátt
1 tsk sítrónusafi
1 msk smátt saxaður laukur
1 stk smátt skorin steinselja (í búnti)
nýmalaður svartur pipar

Sósa
400 g sýrður rjómi, 18%
piparrót


Matreiðsla
Hrærið ostinn mjúkan með sleif ásamt sérríinu, sojasósunni og sítrónusafanum. Stappið fiskinn með gaffli. Blandið honum því næst saman við smátt saxaða paprikuna og laukinn. Hrærið ostahræruna saman við og mótið brauð úr deiginu. Veltið brauðinu síðan upp úr heslihnetuflögunum og smátt skorinni steinseljunni. Kælið í ísskáp áður en patéið er skorið í sneiðar og sett á disk ásamt piparrótarrjóma og hverabrauði.

Sósa
Hrærið sýrða rjómanum saman við piparrótina og berið sósuna fram kalda með patéinu.


<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe