Prófaðu eitthvað nýtt, einfalt og gott! Þessi fiskisúpa svíkur engan.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 170 40 100
Fita 1 25 6 15
Kolvetni 1 15 4 9
Prótein 8 129 30 76
Trefjar 0
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
1.2 kg humarhalar
400 g tómatar, niðursoðnir
100 g lúða, beinlaus
100 g rækja
¼ dl sítrónusafi, beint úr sítrónu)
2 stk hvítlauksrif
1 l fisksoð
1 stk steinselja, lítið knippi
½ stk paprika, rauð
¼ dl hrísgrjón, soðin
pipar
salt
Undirbúningur
Saxið hvítlauksrifin og steinseljuna, skerið síðan paprikuna í ræmur og lúðuna í bita. Skelflettið síðan humarhalana.
Matreiðsla
Sjóðið hrísgrjónin eftir leiðbeiningum á pakka. Hitið fiskisoðið í potti ásamt tómötunum og safanum úr dósinni. Bætið hvítlauknum við og látið suðuna koma upp. Setjið þá steinseljuna, paprikuna og fiskmetið út í ásamt soðnu hrísgrjónunum, og bragðbætið með sítrónusafanum, salti og pipar. Látið súpuna krauma rétt undir suðu í 1 mínútu.
Framreiðsla
Berið súpuna fram með nýju hvítlauksbrauði
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe