Einfalt, ferskt og gott salat með reyktri pekingönd frá Sigga Gísla matreiðslumeistara.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 1252 302 100
Fita 26 975 237 78
Kolvetni 7 123 29 10
Prótein 9 154 36 12
Trefjar 1
Undirbúningur 25 mín
Matreiðsla 25 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
500 g reykt peking önd
250 g blandað salat (eða eftir smekk)
1 dl hunang
2½ dl sesamolía
2 msk ljós sesamfræ
2 msk svört sesamfræ
4 ½ tsk rauðvíns edik
salt og pipar
Matreiðsla
Reykt önd
1. Setjið öndina (,,læri eða bringu“) í poka sem þolir suðu og í pott með vatni. Hægsjóðið hana í 25 mín með fitunni, sem svo er sigtuð frá eftir suðu.
2. Setjið andarkjötið út á salatið volgt.
Vínediksósa
Sesamvinagrette
1. Ristið sesamfræin á pönnu og setjið í skál.
2. Bætið hunangi og rauðvínsediki út í.
3. Hellið sesamolíunni varlega saman við blönduna og hrærið stöðugt í. Kryddið með salti og pipar.
Djúpsteiking
Rice núðlur
1. Hitið olíu í pönnu, u.þ.b. 3 sm botnfylli, við háan hita.
2. Komið rice núðlunum fyrir í pönnunni og djúpsteikið í u.þ.b. 1-2 sek. Rice núðlurnar poppa upp og blásast út.
Samsetning
1. Setjið salatið í stóra skál og veltið því upp út sesamvinagrettinu.
2. Leggið volgt andarkjötið ofan á salatið og núðlurnar á toppinn
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href=”http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe