Spænsk eggjakaka með kartöflum, grænmeti, beikoni og skinku borin fram með heimalagaðri tómatsósu.
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 297 71 100
Fita 4 152 37 52
Kolvetni 5 91 21 30
Prótein 3 55 13 18
Trefjar 2
Undirbúningur 15 mín
Matreiðsla 30 mín
Einfaldleiki Meðal
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
4 stk beikon, sneiðar
4 stk skinka, sneiðar
3 stk egg, létt hrærð
1 msk steinselja, ný fínsöxuð,
2 stk kartöflur, stórar
2 stk laukur
2 tsk ólífuolía
1 stk paprika
1 tsk salt
1 tsk smjör
½ tsk bergmynta, ný
½ stk dvergkúrbítur
pipar, svartur, McCormick, piprið eftir smekk
Sósa
2 stk hvítlauksgeiri
2 msk stöngulselja
2 msk sveppir
2 stk tómatar
1½ dl kjúklingasoð
1 ½ tsk smjör
1 stk laukur
1 tsk salt
1 tsk sykur
pipar, svartur, McCormick, piprið eftir smekk
Undirbúningur
Skerið skinkuna og beikonið í bita, fínsaxið síðan steinseljuna og hrærið eggin létt. Afhýðið tómana og skerið í bita fyrir sósuna, fínsaxið síðan sveppina og stöngulseljuna. Saxið laukinn og hvítlauksgeirana.
Sósa
Hitið smjörið í potti og látið lauk, hvítlauk og stöngulselju malla í því í um 3 mínútur. Bætið við sveppum og tómötum og sjóðið áfram í um 7 mínútur. Hellið soðinu út í og bragðbætið með salti, pipar og sykri. Sjóðið við vægan hita í um 15 mínútur eða þar til sósan er orðin þykk.
Matreiðsla
Afhýðið kartöflur og lauk og skerið allt grænmetið í litla teninga. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið beikonbita og skinku stutta stund. Látið síðan grænmetið malla með í 10 mínútur eða þar til kartöflurnar eru meyrar. Hristið pönnuna öðru hverju og hrærið varlega í. Bætið við kryddjurtum, salti og pipar og loks eggjunum. Berið réttinn fram strax með sósunni.
Hollráð
Gott að bera fram með réttinum nýtt góft brauð.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe