Einfaldur forréttur sem er góður með ristuðu brauði eða hvítlauksbrauði. Lárperurnar eru einfaldlega skornar í tvennt, steinninn tekinn úr, börkurinn skorinn utan af og lárperurnar sneiddar niður í þunnar sneiðar. Ólífurnar gefa skemmtilegt bragð sem og sósan.
Mynd: Gísli Egill Hrafnsson
Hagnýtar upplýsingar:
Næringargildi miðað við 100 g
g kJ kkal %
Orka 375 90 100
Fita 6 234 57 63
Kolvetni 5 89 21 23
Prótein 3 52 12 14
Trefjar 1
Undirbúningur 5 mín
Matreiðsla 10 mín
Einfaldleiki Mjög létt
Hráefni: Fyrir hve marga: 4
20 stk ólífur, grænar
20 stk ólífur, svartar
2 stk lárperur (avókadó)
Sósa
2½ dl ab - mjólk
2 msk dijon sinnep
1 tsk Herbs Provinciale frá Pottagöldrum
¼ tsk pipar, svartur
¼ tsk salt
Matreiðsla
Skerið lárperurnar í tvennt og takið steininn úr. Skerið börkinn utan af og sneiðið niður í þunnar sneiðar. Raðið á 4 diska. Skerið grænu ólífurnar í sneiðar og stráið yfir lárperusneiðarnar.
Sósa
Hrærið saman öllu, sem á að vera í sósunni, og hellið yfir salatið. Látið svörtu ólífurnar heilar ofan á þegar sósunni hefur verið hellt yfir sneiðarnar og grænu ólífurnar.
<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe