Handa 4
Undirbúningur: Um 15 mín.
Suðutími: 20-30 mín.
Má frysta en rýrnar nokkuð.

500g hreinskorið svínakjöt
1 laukur, 1-2 msk olía
2dl aflöng hrísgrjón.
7 1/2 dl kjötsoð (eða af teningi)
1 1/2 dl frystar ertur
2 epli, salt, pipar
1 graslauksbúnt.

1.Skerið kjötið í bita. Hreinsið og saxið laukinn. Brúnið kjöt og lauk í olíu í þykkbotna potti.
2. Bætið í grjónum og heitu kjötsoði. Látið krauma undir loki við vægan hita í um 20 mín. Hrærið í öðru hvoru.
3. Flysjið og hreinsið eplin og skerið í smábita. Látið ertur og eplabita út í. Sjóðið áfram í smástund án loks.
4. Notið salt og pipar. Stráið réttinn fínklipptum graslauk og berið fram strax með góðu brauði og grænu salati.<br><br>******************************
Kíkjið á <a href="http://kasmir.hugi.is/Engel/">síðuna mína</a> og takið þátt í SLÚÐRINU.
Uppfærð = 9. Septembe