Sæl

Ég er að fara að elda mér dýrindis steik úr nautalund sem ég á í frystinum. Flestar nautasteikur sem ég hef gert hafa misheppnast þannig að mig vantar ráðleggingar um hvernig þetta skal eldast. Ég vil hafa mínar steikur well done og auðvitað meyrar. Ég ætla að elda þetta eðalkjötstykki á pönnu, einhverskonar piparsteik. Getið þið gefið mér einhverjar leiðbeiningar? Einhverstaðar sá ég einhvern steikja svona á pönnu við góðan hita í smá stund og svo skellti hann smá vatni á pönnun og lét þetta malla í nokkrar mín, er eitthvað vit í því?

Kv.
Gústi