Talandi um pylsuvenjur almennings, Það er kominn tími til að sjoppur hérna á landinu hætti með þessu úreldu og hundleiðilegu venju að troða sinnepi ofan á pylsuna! Ég skrapp norður til Akureyrar um helgina og viti menn þegar ég kom í sjoppu til að fá mér pylsu og gleymdi að segja “ Og allt undir” fékk ég pylsu með sósum sem klíndu sér ekki yfir allt andlitið á mér. Sósan klesstist ekki á pylsubréfið og mér tókst ekki að klína sinnepi á stýrið og gírstöngin, Hvílíkt kraftaverk, Akureyringar hafa skynsemi í skyndibitamat. Ég er orðin hundleið á að kaupa mér pylsu hér út í sjoppu og fá risa hlussu rönd af sinnepi ofan á pylsuna, þetta er gömul og úreld venja sem sennilega komst á áður en almenningur átti bíla og klíndi því ekki í bíla sína, í þá daga voru sósur líka sparaðar og því mátti fólk ekki búast við að sósan myndu næstum hoppa í andlitið á því.
LEGGJUM NIÐUR ÞESSA HRIKALEGU VENJU, SÆTTUM OKKUR VIÐ STAÐREYNDIR, ÞÓ AKUREYRINGAR SÉU OFT Á TÍÐUM STÓR UNDARLEGIR, ER ÞEIRRA PYLSUVENJA MUN EÐLILEGRI OG SKYNSAMARI.