Tollhúsið: Það er mun nær og er eiginlega mötuneytið sem maður “á” að fara í, máltíðin þar kostar 775 kr., fyrir þá sem hafa miða en eflaust dýrara fyrir þá sem koma utan að en ég fæ það reyndar niðurgreitt. Það er einfaldlega vondur matur þar, nýir kokkar skyldist mér og það var eins og þeir leggðu sig virkilega fram við að gera vondan mat, vond pizza er það hægt? Maturinn er almennt vondur fékk meðal annars úldna snitselsneið og vonda fiskrétti. Salatbarinn þar er allt í lagi en súpaner yfirleitt vond þó ég hafi fengið þar einu sinni virkilega góðan grjónagraut. Einu sinni hef ég fengið góðan mat þarna og það var hamborgari (þó meðlætið hafi verið vont þ.e.a.s. kartöflubátarnir) en það var bara venjulegur hamborgari. Ef ég fengi þetta ekki niðurgreitt dytti mér aldrei í hug að fara þangað!
Ráðhúsið: Máltíðin á 760-950 fyrir þá sem eiga miða, en 990-1200 fyrir utan að komandi. Þetta er frábær matur! Ég er virkilega vanur frábærum mat og þetta er bara eins og mjög góður heimilismatur. Salatbarinn þarna er fínn og súpan alltaf góð og alltaf nýtt brauð/baguette með. Ég er ánægður með þetta vegna þessa að ég fæ ekki lengur heitan mat á kvöldin(bý ekki lengur heima) og hef lítinn tíma. Ég hef farið þarna eins og oft og ég get í hádeginu og mæli ég eindregið með þessum stað!
Fyrir þá sem vinna niðri í bæ vona ég að þetta hafi verið hjálplegt!
Rök>Tilfinningar