Ég veit nú ekki með flögurnar sjálfar (nachos) en mér finnast þessar þarna El Mariachi eða eitthvað svoleiðis, í stóru pokunum bestar. Ég vil ekkert svona gerfi-osta-duft dæmi, bara venjulegar flögur.
Og svo er minnsta mál í heimi að BÚA TIL SJÁLFUR salsa sósuna. Enda er það ekki flókið. Þarf: Tómata (helst stóra, fallega rauða og vel þroskaða), paprikur, ferska jalapenos, lime, lauk, hvítlauk og ferskan kóríander. Findu út hvernig þér finnst bragðið best —-> í hvaða hlutföllum mallið skal vera. Og henda svo öllu í matvinnsluvél og kveikja!
Aths:
-Það er ekkert mál að flysja tómata: gerir lítinn kross með hníf í hýðið. Stingur þeim í sjóðandi vatn í pínu stund (nokkrar sek.) og þá losnar það og lítið mál að afhýða.
-ferskur kóríander er ÓMISSANDI. Þú færð ekki rétt bragð ef þú sleppir því. Það er líka hægt að fá hann í olíu í krukkum frá Blue Dragon í betri stórmörkuðum.
-stundum er best að setja það sem á að vera smærra fyrst í hakkið. T.d. jalapenos, hvítlauk, lauk og svoleiðis.
Það er svipað lítið mál að búa til svona græna guacamole sósu.
Rétt þroskaðan avocado, ferskan kóríander, lime, hvítlauk, lauk, rauðan/grænan chili/jalapeno (eftir smekk og fegurðarskyni) og kveikja á mixinu.
Þetta er ekkert mál, neitt af þessu. Og til að ná steininum úr avocadoinu: skerðu hann í tvennt þ.a. steinninn standi uppúr öðrum helmingnum. Taktu svo beittan hníf og höggðu í hann. Þegar hnífurinn er fastur, snúðu til hliðar og þá losnar steinninn og kemur úr með hnífnum :)
Það er ógeðslega gaman að gera þetta sjálfur. Og svo miklu miklu miklu miklu betra að maður trúir því ekki fyrr en maður reynir sjálfur! Þetta dósadót er svo fullt af einverju gerfifeiki að það er eiginlega ekkert annað í því lengur. Ég get svarið fyrir að það sem er í Casa Fiesta Guacamole óx ALDREI á nokkru tré. Það er liggur við ekkert í þessu sem einhverntíman var lifandi fæða :D
Með svona ostasósu, þá er það ennþá minna mál. Náðu þér í Cheddar ost og jalapenos (ef þú vilt sterkt). Skutlaðu minni potti í stærri pott með vatni (kallað vatnsbað í matreiðslubókunum) og láttu bráðna. Bættu útí smá vatni eða smjöri til að þynna og haltu því svo heitu.
Já og tabasco-sósa er æði og má sulla henni útí flest. Þessi græna er óggisslega góð :)
Verði þér að góðu!
L.