Paprikur, tómatar og gúrkur eru aldin sem bera fræ plöntunnar, ergo eru þetta ávextir.
Grænmeti, skv. skilgreiningu er plantan sjálf eða lauf hennar. Ávöxtur er hins vegar fræ plöntunnar og allt það sem því fylgir.
Æ fleiri og fleiri eru farnir að telja kartöflur með í kornfæðuflokkinn, enda eiga þær mun betur heima þar en í grænmetisflokknum.
Sveppirnir eru svolítið erfiðir, enda hvorki dýr né plöntur, svo það er frekar erfitt að setja þá í fæðuflokk eftir einhverri skilgreiningu, en næringarinnihald þeirra líkist jú einna helst því sem fyrirfinnst í grænmeti..