Hvað finnst ykkur um hrefnukjöt, ég steikti svoleiðis um daginn, djöfull var það yndislega gott. En alveg rosalega rautt í miðjunni, nánast hrátt. (ég steikti í 36 sek á hvora hlið eins og kokkurinn á þremur frökkum mælir með) Er það í lagi?
Eitt enn, mér fannst þetta svo gott kjöt, að ég vildi spurja ykkur, finnst ykkur að það ætti að vera bannað að veiða hrefnur? Það er leiðinlegt að geta fengið svona lítið af þessu.
Ég borða nú ekki neitt svona hvalakjöt, sama hvernig tegund það er. Samt vill ég að þetta sé allt veitt. Hvalir éta svo mikinn fisk sjálfir úr hafinu þá er ekki hægt að veiða fiskinn sem hvalirnir átu þannig að þá er ekki hægt að selja neinn fisk til annara landa sem lækkar þá skatta hinns allmenna borgara. Eða þannig heyrði ég þetta. Þannig veiða þá bara alla.
Ég hef oft tekið hrefnukjöt, marinerað í teriyaki og hvítlauk yfir nótt og grillað.. algjört nammi.. og það finnst flestum, ef ekki öllum sem hafa þorað að smakka (skil ekki þessa feimni fólks við hvalinn, þetta er algjört lostæti)
Einnig hef ég notað þetta í gúllasrétti, enda helmingi ódýrara en nautakjöt…
Ef þú klikkar á nafnið mitt og “sjá greinar eftir notanda” þá finnurðu eldgamla grein sem ég henti saman þegar Íslendingar byrjuðu að veiða hval aftur eftir margra ára hlé, þar ættu að vera einhverjar brúklegar uppskriftir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..