Það er meiri hætta á að bakteríur leynist í hökkuðu kjöti af því að þær geta verið á yfirborðinu á kjötbitanum, og myndu drepast um leið ef hann væri steiktur í heilu lagi, en geta komist inn í buffið og drepast því ekki ef það er ekki gegnsteikt, en hreinlæti er almennt mjög gott hér á landi svo hættan er hverfandi lítil, sértaklega fyrir einstakling með ónæmiskerfi í lagi.
Í stuttu máli: það er hugsanlega ekki í lagi fyrir mjög lítil börn eða gamalmenni, en í lagi fyrir flesta aðra. Veitingastaðir bjóða m.a.s. oft upp á hamborgara sem ekki eru gegnsteiktir.