Kolvetni eru tvenns konar (gróf flokkun)
a) einföld kolvetni, sem er mestanpart alls konar sykur (flórsykur, borðsykur, ávaxtasykur, mjólkursykur, hrásykur…)sem meltist mjög hratt. Þetta eru í raun stök mólikúl,(eins og borðsykur)eða mólekúl sem tengjast bara tvö saman ef ég man rétt (aðrar sykurtegundir).
b) flókin kolvetni eru sams konar kolvetnamólekúl sem tengjast saman í lengri keðjur og eru þess vegna lengur að meltast og berast í blóðið, þannig að blóðsykurinn verður stöðugur en rýkur ekki upp og hrapar svo eins og gerist gjarnan þegar maður borðar mjög sætan mat. Það er talið að (ef ég man rétt) flókin kolvetni eigi að vera ca 40-50% af öllum mat sem maður lætur ofan í sig (en einföld í mesta lagi 10%). Fita á að vera mest 30-35% held ég og prótein um 10% eða meira. (fiskur og kjöt eru t.d. rík af próteinum). Matur sem er ríkur af flóknum kolvetnum er t.d. brauð, pasta, kartöflur, og slíkt. Þú myndir þá forðast allar þessar matartegundir ef þú ætlar að sneiða alveg hjá kolvetnum.
Ég myndi samt halda að það væri vonlaust að forðast bæði einföld og flókin kolvetni í mataræðinu og ekki hentugt fyrir nokkurn venjulegan mann. Hins vegar eru margir sem borða allt of mikið af einföldum kolvetnum í formi gosdrykkja, sætinda, kex og svoleiðis. Þannig að ég myndi reyna að komast að því hvort það geti verið að viðkomandi eigi ekki bara að spara við sig sætindin, í stað þess að hætta að borða svona mikinn uppistöðuþátt í mataræðinu sem flókin kolvetni eru.