1 l greipsafi, rauður
1 l trönuberjasafi (Cranberry juice)
5 dl ferskur appelsínusafi
5 dl sódavatn
1 1/4 dl jarðarberjasíróp
ísmolar
Bolluna má svo skreyta með jarðarberjum, rauðu greipi án steina, appelsínusneiðum, o.s.frv.
Aðferð
Fyllið 1/3 af bolluskálinni (eða könnuna) af ísmolum. Setjið allt hráefni út í og hrærið vel. Kælið í 10 mín. áður en ávöxtunum er bætt út í.
Vilji menn svo gera hana áfenga býst ég við að best sé að nota ávaxtalíkjöra eins og Archers og eitthvað þessum líkt.