Grunnuppskriftin er þannig:
5 cl. romm
1 cl. limesafi
1 tsk. flórsykur
Hrist og sett í opið cocktailglas, svo kallaðan bikar.
Fyrst er glasaröndin þó smurð með lime og henni dýft í flórsykur.
Til að gera jarðarberja Daquiri eru notuð fersk eða frosin jarðarber, þau eru maukuð í matvinnsluvél og oft er drykkurinn og ísmolar maukaðir í vélinni sömuleiðis. Þá er gott að nota belgmeira glas til að koma öllum drykknum fyrir.
Á sama hátt má laga jarðarberja Margarita.
Grunnuppskriftin er þannig:
4 cl. tequila
2 cl. Cointreau
sítrónusafi
Hrist og sett í eins glas og Daquiri en í stað flórsykurs er glasaröndinni dýft í salt.
Þannig má eins og lýst er að ofan laga jarðarberja Margarita eða Frozen Margarita með því að hakka ísmola með drykknum í matvinnsluvél.
******************************************************************************************