Þetta ætla ég að prófa á grillið næst:
Greip (rautt er víst betra, má þó vel vera hvítt) skorið í tvennt og sett á grillið. Smjörklípa (alvöru smjör, ekkert fjandans Létt og laggott!)sett í sárið og líka smá púðursykur (allt eftir smekk og tilfinningu). Látið vera á í svolítla stund þar til smjörið og sykurinn hafa bráðnað niður í aldinkjötið. Þetta er svo borðað með ís eða rjóma.