Ég var að byrja í megrun (enn og aftur). Málið er að nú þegar ég get ekki fengið mér bakarísmat, nammi, gos eða mjög saltaðan mat…. hef ég ekki hugmynd um hvað ég get fengð mér að borða í morgunmat, hádegismat og eftir-skóla-mat.
Það eru náttúrulega ávextir en eru þið ekki með einhverjar hugmyndir af hollum, fljótlegum og góðum mat fyrir mig?

Ath. ég er með smá mjólkuróþol. Ég get ekki fengið mér neinar mjólkurvörur á fastandi maga, nema að þær séu blandaðar með einhverju öðru s.s. morgunkorn, Boozt oflr.
Og ég þoli ekki kál. :)