Geðveikt góð “ídýfa” fyrir nachos… Soldið fitandi en mjöööög gott :) Ég slumpa bara innihaldið og veit því ekki nákvæmlega hve mikið er af hverju í þessu en hér er þetta:
Innihald:
Rjómaostur (hreinn)
Salsasósa (Hot, Medium, Mild?)
Brauðostur og piparostur blandaður saman (báðir rifnir í sitthvoru lagi og blandaðir saman í skál)
Setur rjómaostinn í eldfast mót, dreifir honum vel yfir botninn þannnig það sé samt soldið þykkt (ef þér finnst rjómaostur góður þá seturðu mikið annars lítið)
Svo seturðu salsasósuna yfir rjómaostinn þannig að hún þekji alveg.´
Næst seturðu ostablönduna yfir allt saman (brauðostinn og piparostinn)…. best er að hafa soldið mikinn ost :)
Því næst seturðu þetta inní heitan ofn og hitar þangað til osturinn er bráðnaður!
Mmm mmm mmm…
Svo er bara að opna nachos pokann og dýfa snakkinu í ídýfuna :)