ég elda mér alltaf hafragraut í fyrra kaffinu í vinnunni, og þar sem ég hef ekki nema 20 mín dúndra ég honum bara í örbylgjuna, 1 bolli haframjöl, 1 bolli vatn, 1/2 bolli mjólk, ég hendi svo útí rúsínum og kanilsykri en það er bara mín vitleysa :P .. njúka þetta í svona mínútu, hræri aðeins og njúka svo í mínútu til einaoghálfa til viðbótar og þá er kominn þessi fínasti hafragrautur :)
Gleypi vænan sopa af lýsi fyrst og ét svo grautinn með mjólk útá á eftir. Ekta íslenskur morgunverður :)