Pizzabotn úr spelti Sérfæði
Pizzabotn frá Sollu á Grænum Kosti
5 dl. spelt
3 tsk. lyftiduft
1 tsk salt
2 msk. ólívuolía
1 msk. krydd (gott er að nota Basil/pizzakrydd frá McCormick eða Ítalska hvítlauksblöndu frá Pottagöldrum)
ca. 3 dl AB-mjólk (hreinni)

Setjið speltið, lyftiduftið, saltið og kryddið saman. Bætið svo olíunni og AB-mjólkinni við á
meðan þið hrærið blöndunni létt saman þangað til að deigkúla myndast. Ekki hnoða mikið,
bara létt og lítið. Fletjið svo deigið út á smjörpappír og forbakið í ca. 5 mín. Setjið svo það
gums sem þið kjósið helst ofan á og bakið svo áfram í ca.15 mín